Staðalímynd karla! – Eru þær skárri en staðalímyndir kvenna?

Hún Sigríður Rakel setti þetta á Facebook síðu sína í dag og við rákumst á þetta og fannst nokkuð mikið til í þessu hjá henni:
 
Í ljósi mikillar umfjöllunar um þá staðalímynd sem karlmenn eiga að hafa á konum þá fór ég að pæla í því af hverju karlmenn hafa ekkert látið í sér heyra um sína eigin staðalímynd sem konur hafa af þeim. Er staðalímynd karlmanna í augum kvenna ekki svolítið svona: Hálfvitar upp til hópa sem hugsa bara um typpið á sér og að ríða. Þeir eiga að borga fyrir stefnumót, vera rómantískir, kaupa blóm eða annað sem á að koma á óvart í samböndum en á sama tíma mega þeir ekki vera væmnir því það er svo glatað. Konur gefa sér það (oft) að þær hafa meiri rétt gagnvart börnunum sínum heldur en þeir, þær mega taka regluleg grát – eða dramaköst því þær eru jú konur, þær hafa meiri rétt til að tuða og setja kröfur og reglulega í vinahópum er gert grín af því hvað karlmenn eru “vitlausir” og “fatta ekki neitt” í ýmsum aðstæðum. Þeir í raun eiga að vera einhverjir heilalausir hellisbúar sem við konur hlæjum að og gefum okkur það að við megum ráðskast með þá enda vitum við svo oft miki betur en þeir. Í sjónvarpsþáttum eins og King of Queens, Everybody loves Raymond o.fl. þá er karlmaðurinn alltaf svoldið eftir á, klúðrar hlutum og svoldið eins og bara stórt barn sem veit ekkert hvað er best fyrir sig…Er þetta eitthvað skárra en umfjöllunin um hlutgervingu kvenna?
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here