Staðfest að Catherine er ólétt af öðru barni

Catherine hertogaynja af Cambridge, eða Kate Middleton, eins og hún er oftast kölluð, er ólétt af sínu öðru barni með eigninmanni sínum William Englandsprinsi og hefur hún nú staðfest orðróminn sem hefur verið í gangi seinustu vikur.

Drottningin og meðlimir beggja fjölskyldna þeirra eru í skýjunum með fréttirnar, en talsmenn konungsfjölskyldunnar segja að Catherine þjáist að mikilli ógleði (hyperemesis gravidarum) eins og á fyrri meðgöngu sinni. Þar af leiðandi mun Catherine ekki fylgja William í opinberar heimsóknir þessa dagana eins og hún er vön.

 

SHARE