Stakk föður sinn og skar svo af sér höndina

Hér að ofan er mynd af sjúkraflutningamönnum koma slösuðum mönnunum inn í sjúkrabíl.

Lögreglan í Redding, Californíu greinir frá því að fegðar hafi átt í alvarlegu orðaskaki sem hafi endað með því að sonurinn, Jason Dunn, 27 ára stakk föður sinn, Gregory Dunn á hol með skærum og skar svo af sér hendurnar í hjólsög.

Farið var með þá báða á sjúkrahús þar sem gert var að sárum þeirra eftir föngum og er búist við að þeir muni báðir halda lífi.

Ekki hafa verið gefnar út ákærur en árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps.

 

Nágranni einn sem var viðstaddur þegar sjúkrabílarnir  komu á vettvang lýsti aðstæðum í smáatriðum og sagði svo: „Þetta er nú það alvitlausasta sem nokkurn tíma hefur gerst við þessa götu!“

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here