Stal barni úr móðurkviði vinkonu sinnar

Það gerðist á dögunum, eða þann 27. ágúst síðastliðinn, að kona stal barni úr móðurkviði vinkonu sinnar. Konan sem framdi þennan hræðilega verknað er talin vera Rozalba Grimm en vinkona hennar hét Flavia Godinho Mafra. Flavia var komin 34 vikur á leið þegar hún var myrt af vinkonu sinni.

Hér er Flavia með manni sínum skömmu fyrir þennan voveiflega atburð.

Rozalba fékk vinkonu sína á staðinn í það sem átti að vera „baby shower“ fyrir hana. Þar barði hún vinkonu sína með steini, myrti hana og skar barnið úr kviði hennar. Hún fór síðan með barnið á spítala og sagðist hafa verið að fæða hana. Starfsmönnum spítalans fannst þetta allt mjög grunsamlegt og hringdi á lögreglu. Barnið er sem betur fer á lífi.

Hér má sjá Rozalba ásamt manni sínum en svo virðist sem þau hafi sett þessa mynd á svið nokkrum mánuðum fyrir morðið.

Forsaga Rozalba er að hún hafði sjálf verið ófrísk ári áður en hafði misst fóstur. Eftir það fór hún að taka upp á því að tala við ófrískar konur og allavega tvær hafa stigið fram og sagt að Rozalba hafi talað við þær, en misst áhugann þegar hún vissi að þær gengu með dreng. Rozalba vildi bara stelpu. Vinkona hennar, Flavia, gekk með stelpu og Rozalba fékk hana á heilann. Hún hafði lagt á ráðin um þetta morð í 5-6 vikur fyrir atvikið. Á Facebook síðu hennar má sjá að hún birti tvisvar sinnum ákall fjölskyldu sem leitaði

Rozalba og maður hennar hafa bæði verið handtekin.

SHARE