Stal ösku afa síns og tróð í nefið – taldi að um kókaín væri að ræða

Þrír ógæfusamir unglingar sem brutust inn á heimili í Missouri fyrir skemmstu, uppskáru svo mikla niðurlægingu að launum að varla er annað hægt en að hlæja að innbrotinu.

Drengirnir, sem komust á snoðir um að íbúðin væri mannlaus gegnum Facebook höfðu að vísu eina 3000 dollara upp úr krafsinu og sitthvað smálegt sem þeir ætluðu að koma í verð. En það var ekki allt – því þeir flúðu á braut með flúrað ílát sem þeir héldu að innihéldi ógrynni af kókaíni.

Sjá einnig: Vergjörn ástkona sat föst í skorsteini á húsþaki fyrrum elskhuga

Það reyndist því miður ekki vera raunin. Þess í stað hlupust drengirnir á brott með líkamsleifar föður húseiganda – eða ösku föður konunnar sem hafði sagt frá ferðalagi sínu á Facebook og yfirgefið húsið skömmu áður.

Himinlifandi yfir kókaínfjallinu sem þeir töldu sig hafa fundið – tróðu þeir öskunni af áfergju upp í nefið á sér – fylltust svo skelfingu þegar þeir áttuðu sig á því hvað útskorin askjan innihélt og dreifðu ösku mannsins yfir þjóðveginn og hlupu svo í burtu eins og fætur toguðu.

Sjá einnig: Vaxtarræktarkona brjálast: RÓA SIG á lóðunum!

Þegar hér er komið sögu hafði hinn 17 ára gamli Devin Gesell því – í samráði við tvo félaga sína sem einnig eru undir lögaldri – stolið ösku heldri karlmanns – tekið manninn í nefið í bókstaflegri merkingu og svo stráð líkamsleifum mannsins yfir allan þjóðveginn.

Sagan getur því varla orðið verri … eða hvað?

Jú. Lögreglan hafði fljótlega hendur í hári félagana og þegar upp komst um öskustuldinn, rann einnig upp fyrir lögreglunni og hinum ólánsama húseiganda að drengirnir höfðu stolið ösku afa síns – og tekið hressilega í nefið.

Konan sem á húsið og varð fyrir þjófnaðinum er skiljanlega miður sín og sagði í viðtali við bandaríska fjölmiðla að atvikaröð væri ófyrirgefanleg:

Ekki nóg með að drengirnir séu undir lögaldri, heldur eru þeir einnig barnabörn mannsins. Þeir stálu afa sínum. Ekki nóg með það – heldur tóku þeir afa sinn í nefið. Án þess að gera sér nokkra grein fyrir því að það var afi þeirra, en ekki kókaín, sem þeir voru að sniffa. Þetta er hræðilegt.

Drengirnir bíða nú þess að koma fyrir dómara sem mun ákvarða hvert framhaldið verður – en víst er að hver sem dómurinn verður er ekkert verra en sú staðreynd að vera dæmdur til betrunarvistar á grundvelli þess að hafa tekið sinn eigin afa í nefið.

Uproxx greindi frá

SHARE