Þegar þjófar frá Californiu áttuðu sig á því að tölvurnar sem þeir stálu væru frá góðgerðarsamtökum sem hjálpa fórnarlömbum kynferðisofbeldis, skiluðu þeir tölvunum. Þeir gerðu þó gott betur en að skila tölvunum, þeir sendu einnig skriflega afsökunarbeiðni.
Þjófarnir brutust inn á skrifstofur samtaka sem hjálpa fórnarlömbum kynferðisofbeldis þann 31 júlí. Þeir virtust kunna til verka þar sem þeir náðu að komast inn án þess að virkja öryggiskerfið. Þeir stálu 6 borðtölvum, einni fartölvu og poka með ýmsum verðmætum.
Lögregla hringdi í forstöðumann samtakanna næsta morgun og sagði henni að einhver hefði brotist inn. Þegar hún svo mætti til vinnu brá henni heldur betur. Hún segir: “Allt þýfið var fyrir utan skrifstofuna. Tölvurnar sem höfðu verið teknar og allt dótið, þetta var allt þarna.”
Með öllu dótinu fylgdi eftirfarandi miði:
Paul Williams sagði við fréttastöðina NBC að þetta væri fyrsta skiptið sem hann hefði vitað til þess að þjófar skiluðu þýfinu.