Starfsemi Leikskólans 101 hætt – Tilkynning frá eiganda leikskólans

Hulda Linda Stefánsdóttir, eigandi Leikskólans 101 hefur gefið út tilkynningu þar sem hún tilkynnir að rekstri leikskólans verði hætt.

Ég hef tekið þá ákvörðun að hætta rekstri Leikskólans 101. Ég vonaðist til þess að opna hann aftur og óskaði eftir aðstoð og úrræðum frá Barnavernd Reykjavíkur og Reykjavíkurborg til þess að það gæti orðið með trúverðugum hætti en beiðni minni var hafnað. Á ég því engra annarra kosta völ en að loka skólanum fyrir fullt og allt. 

Þetta er afar þungbær ákvörðun. Tekið skal fram að þær ásakanir sem fram hafa komið í minn garð eru ekki á rökum reistar. Ég vil jafnframt koma því á framfæri að ég harma mjög þá framkomu í garð barnanna sem gögn í málinu virðast sýna og álagið sem foreldrar barnanna hafa verið undir síðustu daga.

Ég mun halda áfram fullri samvinnu við þá sem rannsaka málefni leikskólans.
 
Hulda Linda Stefánsdóttir, eigandi Leikskólans 101.

 

 

 

SHARE