Star Wars í hversdagsleikanum – magnaðar myndir

Hvernig myndi tilveran líta út ef misloðnir karakterar úr kvikmyndinni Star Wars vöppuðu um stræti og torg eða geimskip flugu yfir húsþökin okkar?

Þessu fannst ljósmyndaranum Thomas Dagg gaman að velta fyrir sér og skapaði myndaseríu þar sem þekktar fígúrur úr Star Wars bregða fyrir.

Það getur verið erfitt sumstaðar að koma auga á fígúrurnar en skemmtileg afþreying engu síður.

 

starwars15

Risavaxið vélmenni nálgast almenningsgarðinn

starwars7

 Yoda í góðum gír á hestbaki

starwars5

Svarthöfði í strætó á leiðinni heim!

 

starwars2-5gdaYV

Ja hérna, leynist ekki gangandi geimskip hér fyrir utan gluggann.

 

starwars3

 Það tæki eflaust tíma að venjast þessari sjón.

 

starwars4

Frábær ferðamáti þegar bíllinn er pikkfastur í snjónum!

 

starwars11

Venjulegur dagur á Reykjanesbrautinni?

 

starwars14

 Svarthöfði að taka selfie á meðan hann býður eftir næstu lest.

 

starwars12

Geimflaug á flugvellinum.

 

starwars17

 Hér er slegist með geislasverðum. Fjölskylduskemmtun fyrir alla!

 

starwars13

 Loðinn nágranni!

 

starwars6

 Hér leynast dularfullar verur með lýsandi augu í skikkjum

 

starwars10

Geimflaugasýning! Dugar ekkert minna.

 

starwars9

Ef þú hélst að þetta væru fuglar, líttu þá aftur.

 

starwars8

 Vélmennin hanga í ræsinu!

 

starwars1

 Hér sést í bakið á vélmennunum úr Starwars að virða fyrir sér skilti

Thomas Dagg starfar sem ljósmyndari og vinnur verkefni fyrir stórfyrirtæki á borð við BMW þegar að hann er ekki að sinna áhugamáli sínu. Hægt er að sjá fleiri myndir eftir Thomas Dagg á síðunni hans með því að smella hér.

SHARE