Reikna má með fjörlegu kynlífi landans nk. laugardag, 29. mars, þegar hvatt er til þess að fólk taki þátt í svokallaðri Jarðarstund (Earth Hour) frá kl. 20.30-21.30 og slökkvi öll ljós. Í könnun, sem gerð var fyrir smokkaframleiðandann Durex á Norðurlöndum í síðustu viku, kemur fram að um 40% svarenda kjósa að stunda kynlíf með ljósin slökkt. Durex hvetur fólk jafnframt til þess að leggja frá sér snjallsíma og spjaldtölvur og nota þessa rökkurstund til þess að tendra neistann með maka eða sambýlingi.

 

dur2

 

Könnunin, sem unnin var í síðustu viku, leiðir í ljós að Finnar eru ljósfælnastir Norðurlandabúa þegar kynlíf er annars vegar en 41,5% þeirra vill þá hafa ljósin slökkt. Í Noregi er þetta hlutfall 38% og 38,5% í Svíþjóð.

Leiða má líkur að því að kynlífsmynstur Íslendinga sé mjög áþekkt því sem gerðist á Norðurlöndum, þ.e. að stærstur hluti þeirra kjósi að hafa ljósin slökkt þegar þeir stunda kynlíf. Almenn þátttaka í Jarðarstundinni á laugardag ætti því að vera ávísun á fjörlegt kynlíf hér á Fróni.

 

dur1

 

Könnunin, sem framkvæmd var fyrir Durex í tilefni Jarðarstundar (Earth Hour), leiðir jafnframt í ljós að fleiri konur en karlar vilja hafa ljósin slökkt þegar kynlíf er stundað. Á meðal áhugaverðra niðurstaða úr könnuninni er að því eldri sem karlmenn þeim mun meiri líkur eru á að þeir kjósi að hafa ljósin kveikt á meðan kynlíf er stundað.

 

Eins og undanfarin ár mun Reykjavíkurborg taka þátt í þessum viðburði, sem átti uppruna sinn í Ástralíu árið 2007. Víðs vegar um heim munu borgaryfirvöld slökkva öll ljós í eina klukkustund en hér heima stendur Jarðarstundin yfir frá kl. 20.30-21.30.

Við ætlum að gefa heppnum lesendum smá glaðning.  Eina sem þú þarf að gera er að setja inn í kommenta kerfið hér fyrir neðan #turnofftoturnon og við drögum út nokkra heppna lesendur í hádeginu á morgun.

 

SHARE