Steingeitin í sumar: “Klífur kæruleysislega á brattann í einkalífinu”

Þrátt fyrir að Steingeitin búi yfir afar jarðbundinni og næmri orku, eru einstaklingar fæddir í þessu stjörnumerki iðulega varkárir þegar að nautnum holdsins kemur. Steingeitin stefnir hátt og býr yfir nær endalausu þolgæði í einkalífinu; dokar fremur við eftir rétta makanum en að kasta sér út í iðu stefnumóta. Steingeitin lítur ástina afar alvörugefnum augum. Á sínum yngri árum er Steingeitin afar varkár en þegar árin fara að færast yfir Steingeitina getur hún tekið að klífa kæruleysislega á brattann í tilfinningalífinu, sveipuð sjálfsöryggi því sem kemur með auknum þroska og skilning. Steingeitin er seintekin í ástum og tekur sinn tíma í einkalífinu, veit sem víst er, að nánd skapast með tímanum og gefur sig seint en örugglega á vald eigin tilfinninga. Þegar Steingeitin hefur á annað borð tekið ákvörðun í einkalífinu, er nær ógerlegt að breyta þeirri sömu ákvörðun.

Kastaðu af þér formlegu kápunni, dansaðu inn í bjarta vorið og slepptu þér algerlega frjálsri. Leyfðu þér að elska eins og enginn sé morgundagurinn! 

Steingeitin er afar trygg maka sínum en þykir oft erfitt að afhjúpa líðan sína, segja frá eigin tilfinningum. Skyndikynni eru Steingeitinni ekki að skapi, einstaklingar fæddir í þessu merki sleppa miklu fremur af sér beislinu undir hlýrri hjónasæng, þar sem öryggi og sátt ríkir um nánd og innileika.

Einlægni er alltaf sterkasta vopnið í baráttunni við lífið og tilveruna og engin ástæða til að vera svo skyldurækin/n þegar að málefnum hjartans kemur.

Kæra Steingeit, það er alger óþarfi að viðhafa einhverja þrjósku í einkalífinu. Kastaðu af þér formlegu kápunni, dansaðu inn í bjarta vorið og slepptu þér algerlega frjálsri. Leyfðu þér að elska eins og enginn sé morgundagurinn! Það er engin ástæða til að halda uppi neinum vörnum fyrir þeim sem hefur unnið hjarta þitt. Einlægni er alltaf sterkasta vopnið í baráttunni við lífið og tilveruna og engin ástæða til að vera svo skyldurækin/n þegar að málefnum hjartans kemur. Taktu öllum boðum um kvöldverði, afmælisboð og öðrum viðburðum fagnandi. Dansaðu af þér skónna og helst uppi á borðum, frammi fyrir öllum. Sumarið felur nefnilega í sér rómantísk loforð fyrir þá sem fæddir eru í merki Steingeitarinnar og ef þú leyfir stjörnunum að vinna sitt þarfa verk í lífi þínu, áttu fallega og lostafulla tíma framundan og það á einum fegursta tíma ársins.

Taktu öllum boðum um kvöldverði, afmælisboð og öðrum viðburðum fagnandi. Dansaðu af þér skónna og helst uppi á borðum, frammi fyrir öllum!

Hin dæmigerða Steingeit, sem jafnvel hefur streðað í atvinnulífinu undanfarna mánuði, má eiga von á jákvæðum breytingum í hagnýtum málefnum á komandi sumri. Nú fer tónlistin að taka á sig aðra mynd og takturinn að breytast. Erfiðleikar i fjármálum og atvinnu eru að baki og Steingeitin hefur þegar klifið sínar erfiðustu hindranir. Nú er rétti tíminn til að leggja traustan grunn að nýjum verkefnum tengdum atvinnu. Sumarið getur falið í sér fullkomið frelsi fyrir liðnum atburðum og þegar sól er hvað hæst á himni ætti Steingeitin að geta treyst því að framtíðin ber einungis bjarta tíma í skauti sér. Fjármálastaðan er að taka á sig traustari mynd og þær dugmiklu Steingeitur sem hafa puðað við að ná endum saman, fara nú loks að sjá fram á nokkra auka aura í veskinu þegar helstu reikningar hafa verið teknir saman og greiddir.

Nú fer tónlistin að taka á sig aðra mynd og takturinn að breytast. Erfiðleikar i fjármálum og atvinnu eru að baki og Steingeitin hefur þegar klifið sínar erfiðustu hindranir.

Erfiðleikarnir eru að baki, þú kæra Steingeit og léttleikinn verður allsráðandi í sumar. Júlímánuður verður Steingeitinni sérstaklega hagstæður og lukkan gælir við skynfærin. Vænn matur í góðra vina hópi, hláturmildi og þægilegur hversdagur er framundan hjá Steingeitinni, sem ætti fyrir alla muni að virkja þessa áhyggjulausu orku til að gera góð kaup og njóta verðskuldaðrar hvíldar í faðmi fjölskyldu og vina.

Skoða önnur merki HÉR

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here