Stekkur úr skíðalyftu!

Þetta er svakalegt áhorfs, en betur fer en á horfir. Það var YouTube notandinn Ohwelll1122 sem lenti í því að festast í skíðalyftu í svimandi hæð og tekur hann fram í lýsingunni að hann hafi sloppið óbrotinn, heill á húfi og að allt hafi farið vel.

Í stuttu máli sagt losnuðu öryggisfestingar á sæti stráksins, sem rann úr sætinu og hékk utan á lyftunni þar sem hann barðist fyrir lífi sínu í smávægilega stund, meðan félagi hans sat sem lamaður í sætinu við hliðina á honum og horfði hjálparlaus á.

Fyrst fellur snjóbrettið til jarðar og þá fyrst gerir maður sér grein fyrir fallhæðinni og svo lætur strákurinn sig gossa ….

SHARE