Steven Tyler: Kærastan er 40 árum yngri

Steven Tyler, söngvari hljómsveitarinnar Aerosmith, hefur lengi verið annálað kvennagull. Samkvæmt vefmiðlinum RadarOnline er Steven, sem verður 68 ára eftir fáeina daga, núna kominn með eina ansi unga upp á arminn. Svo virðist sem söngvarinn hafi nælt sér í aðstoðarkonu sína, hina 28 ára gömlu Amiee Ann Preston, en hún hefur unnið hjá honum síðan árið 2014. Amiee er 10 árum yngri en leikkonan Liv Tyler, sem er elsta barn Steven.

Sjá einnig: Liv Tyler er ófrísk enn á ný

steven-tyler-dating-assistant

Steven og Amiee fóru saman í rómantískt frí til Hawaii í desember og mættu nýlega saman í Óskarsverðlaunapartí hjá Elton John.

SHARE