Sticky Vicky er látin

Flestir sem hafa lagt leið sína til Benidorm hafa heyrt af Sticky Vicky, sem hét réttu nafni Victoria María Aragüés Gadea. Sticky Vicky dró fólk að frá öllum krókum og kimum heimsins með sínu djarfa „show-i“ sem hún var með fyrir ferðamenn, sem og heimamenn á Benidorm.

Það var dóttir Vicky sem tilkynnti andlát móður sinnar á Facebook síðu Sticky Vicky:

Sticky Vicky var 80 ára þegar hún lést á miðvikudagsmorguninn kl 6.

Vicky hóf feril sinn sem dansari í Barcelona og gekk þá undir nafninu Victoria Leyton. Það var svo ekki fyrr en einræðisherrann Francisco Franco dó, árið 1975, að það fór að losna um höftin á Spáni, þegar kom að öllu kynferðislegu. Vicky fór því að þróa atriðið sitt og fór að bæta við töfrabrögðum þar sem hún dró allskonar hluti útúr kynfærum sínum. Hún fór víða með atriðið sitt en settist svo að á Benidorm.

Meðal þeirra hluta sem hún dró útúr kynfærum sínum voru borðtennisbolti, egg, ljósaperur, rakvélablöð og meira að segja sveðjur. Sýningin hófst oftast á því að hún opnaði bjórflösku með kynfærum sínum og hellti bjórnum á sviðið.

Vicky settist svo í helgan stein árið 2016 en stuttu seinna greindist hún með krabbamein í leginu. Dóttir hennar tók þá við kyndlinum og er með álíka sýningar eins og mamma hennar var með.

Vicky var nýlega lögð inn með brotin hné en hún hafði brotnað við að koma sér inn í bílinn sinn. Eftir heimkomu fékk hún sýkingu í annað hnéð og þurfti að fara aftur á spítalann. Formleg dánarorsök Vicky hefur ekki verið gefin út.

SHARE