Stinn brjóst út lífið – Er það mögulegt?

Með hækkandi aldri, barneignum og formgerð líkamans, slappast brjóst kvenna, þau fara að síga og missa fyllingu í stað þess að vera stinn eins og áður.

Þetta stafar fyrst og fremst af tveimur þáttum stoðbönd teygjast og brjóstavefur gefur eftir.

Stóra spurningin sem brennur á mörgum konum:

Er hægt að halda brjóstunum stinnum með einhverjum leiðum?

Margar mýtur hafa komið í gegnum árana rás eins og að setja brjóstin reglulega í ísvatn eða ganga alltaf í brjóstahaldara til að koma í veg fyrir að þau missi stinningu.

Skoðum þetta aðeins betur!

Helstu byggingarprótein líkamans eru collagen og elastín en þessi prótein viðhalda styrk stoðbanda og brjóstvefs. Með hækkandi aldri og því sem áður er nefnt fer styrkur þessara byggingapróteina minnkandi og þar af leiðir að brjóstinn verða slappari og fara að hanga.

Hjá reykingafólki eldast þessi byggingaprótein hraðar. Svo reykleysi gæti hugsanlega gefið konu stinnari brjóst í lengri tíma.

Brjóstvefur er að mestu leiti fita og þegar kona grennist þá brennur fitan í brjóstunum og já þau verða slappari og oft lík tómum þvottapokum.

Stærri brjóst og meðganga hafa þau áhrif að brjóstin slappast fyrr en góðu fréttirnar eru þær að hafa barn á brjósti gerir ekki brjóst slöpp það er þyngdaraukning brjóstanna og svo þyngdartap sem gerir stoðböndinn slappari.

Hormónabreytingar hafa áhrif á brjóstin, sem dæmi að þegar kona fer í gegnum breytingaskeið lækkar magn estrogens í líkamanum og það hefur áhrif á byggingaprótein og getur valdið því að mjólkukirtlar minnki.

Hvernig má koma í veg fyrir að brjóstin verði slappari?

Við höfum flest allar heyrt sönginn um að gera æfingar sem styrkja brjóstinn, það er því miður bara vitleysa þar sem brjóstin eru gerð úr fitu þá er ekki hægt að styrkja þau eins og vöðva.

Það eru engin fæðurbótaefni, krem eða olíur sem halda brjóstum stinnum, það er bara sölutrix. Ekkert af ofantöldu getur komið í veg fyrir þær breytingar sem verða við meðgöngu og við hækkandi aldur. Collagen og elastín einfaldlega gefa eftir það er eðlileg þróun.

Að hætta að reykja er eitthvað sem virkar því með því framlengir þú líftíma byggingapróteina og minnkar líkur á brjóstakrabbameini.

Það sem getur hjálpað við að láta brjóstin lýta út fyrir að vera stinn innanklæða er að vera í réttri stærð og gerð að brjóstahaldara og eða fara í lýtaaðgerð á brjóstum.

Raunveruleikin er sá að brjóst koma í öllum stærðum og gerðum, lítil, stór,misstór og bara alskonar. Einhverstaðar hófst sú hugsun að öll brjóst ættu að vera stinn og girnileg en eins og með allt annað sem snýr að okkur manneskjunum þá er ekki hægt að setja brjóst í einn kassa.

Heimild: Dr Jen Gunter kvennsjúkdómalæknir, The New York times.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here