Stjörnumerkin og gallarnir

zodiac sign on a black background

Það eru margir hrifnir af því að lesa stjörnuspána sína og finnst það gefa sér innsýn í ákveðnar aðstæður og hvers vegna maður kemur sér í þær.

Það, að horfa í stjörnurnar, getur verið gott verkfæri til að kynnast sjálfum sér. Það er gott að þekkja kosti sína en það er líka mjög gagnlegt að þekkja gallana sína.

Hér eru verstu gallar hvers stjörnumerkis fyrir sig.

 

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Kæri Hrútur. Þitt eldfima sjálf á það til að springa ef hlutirnir fara ekki eins og þú vilt að þeir fari. Það verður til þess að margir líta á þig sem náttúrulega stjórnsama manneskju, en í raun er það bara þitt eldfima skap sem þú missir stundum stjórn á.

Þú þarf bara að læra að stíga til hliðar og slaka og kæla þig niður áður en þú springur. Það mun auka sjálfstraustið þitt og láta þér líða mun betur.

 

Nautið

20. apríl – 20. maí

Þú átt það til, Nautið gott, að fá ófullkomnun þína á heilann og þú ætlar þér bara eitt og það er að „laga“ alla gallana þína.

Þú ert mikil efnahyggjumanneskja og ferð yfirleitt ekki út á meðal fólks nema þú lítir fullkomlega út.

Vegna þess hversu mikið þú leggur á þig til að vera „fullkomin“ áttu það til að láta aðra heyra það, sem eru ekki jafn mikið að spá í útlitinu. Þú átt það til að vera ein leiðinlegasta mannseskja sem fyrir finnst.

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Þú minn kæri Tvíburi ert þekktur fyrir að vera með tvo persónuleika sem stangast oft á tíðum á við hvorn annan. Til dæmis heldurðu oft að þú sért ein klárasta manneskja í heimi en ert það svo kannski ekki.

Þig skortir þokka og sjálfsvitund sem gerir þig óútreiknanlega/n og það gerir fólk óöruggt í kringum þig.

 

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Í menntaskóla varst þú, viðkvæmi Krabbi, krakkinn sem var grátandi eða dapur þegar fólk sá þig. Það sem þú gerir er oft að draga þig inn í skel þegar aðstæður eru erfiðar, sem eru þín varnarviðbrögð.

Það eru auðvelt að særa þig og það verður oft til þess að þú ferð að plotta um það hvernig þú ætlir að hefna þín.

 

[nextpage title=”Fleiri merki”]

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst

Það hefur áður komið fram, kæra Ljón, að þú ert hégómlegasta stjörnumerkið. Ef þú færð ekki stanslaust hrós og athygli, finnst þér þú alveg eins geta bara skriðið ofan í holu.

Þetta verður til þess að þú safnar fólki í kringum þig sem er duglegt við að hrósa þér á marga vegu.

Þú vilt að vinir þínir líti upp til þín, en í raun eru þessir vinir ekki með mikið sjálfstraust svo þeir kjósa að eyða tíma með þér.

 

Meyjan

23. ágúst – 22. september

Elskulega Meyja, þú tekur leti yfir á næsta stig. Þú nærð að fresta hlutum á meðan, þú frestar hlutum. Það, að þú hangir heima og borðar ruslfæði, lætur fólk halda að þú sért hrikalega löt manneskja.

Ef þau bara vissu að þú ert búin að vera að gera plön, meira að segja í marga mánuði, myndu þau skilja að eina vandamálið er að þú ert að reyna að koma þér af rassinum til að framkvæma.

Vogin

23. september – 22. október

Vogin mín góða, þú ert mikill daðrari og vilt helst daðra við hvern sem er, sem verður oft til þess að þú ert ferð að hitta fólk sem þú vilt ekki vera að hitta.

Þú átt það til að enda í löngum, ströngum samböndum með manneskju sem hefur slæm áhrif á þig. Þú kemur þér ekki úr sambandinu því þú ert svo óákveðin/n og óörugg/ur.

Það ber að nefna það líka að þú ert jafnvel latari en Meyjan. Þú átt ekki erfitt með að sofa mest allan daginn og koma engu í verk.

 

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember

Elskulegi Sporðdreki, þú átt það til að virðast ruddaleg og dapurleg sál sem virðist varla geta gert flugu mein, hvað þá manneskju.

Sakleysi þitt er aðeins til að hylma yfir það hversu siðlaus og hefnigjörn/gjarn þú ert í raun og veru. Margir Sporðdrekar eru með lista í huganum yfir fólk sem þeir væru til í losa sig við.

 

 

 

[nextpage title=”Fleiri merki”]

Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember

Kæri fljótfærni Bogmaður. Þú ert þekkt/ur fyrir að taka heimskulegustu ákvarðanir sem hugsast getur. Þú ert ótrúlega kærulaus og áhyggjulaus, og hefur tilhneigingu til að vera meira óþolandi en ekki.

Þú ert týpan sem fríkar út og gerir eitthvað villt bara af þér líður þannig, þann daginn.

Steingeitin

22. desember – 19. janúar

Steingeit mín kæra, þitt versta persónueinkenni er að þig vantar öll stór persónueinkenni. Þú er svo feimin/n og vandræðalegur félagslega að þér líður eins og verið sé að draga úr þér tennur þegar þú þarft að vera félagsleg/ur.

Ef einhver ákveður svo að bjóða þér í samkvæmi með sér, sér hann fljótlega að hann hefur gert mistök. Þú situr væntanlega bara og drekkur vatn og leggur ekki mikið til málanna.

 

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar

Sjálfumglaði Vatnsberi, einhverra hluta vegna finnst þér þú vera sérstakasta manneskja á plánetunni. Þér finnst flestir í kringum þig vera fyrir neðan þína virðingu.

Það dapurlegasta við þetta er að þú reynir svo mikið að vera einstök/stakur að þú endar oft með því að vera ósköp venjulegur. Þú telur að þú sér með pólitíska rétthugsun í lagi og sért einstakur en getur þá virst vera algjör asni.

 

Fiskurinn

19. febrúar – 20. mars

Kæri viðkvæmi Fiskur, þú ert svakalega viðkvæmur og átt erfitt með að taka gríni sem er á þinn kostnað. Fólk passar sig sérstaklega á því hvað það segir við þig því það er hrætt við viðbrögð þín, því þú bregst oft illa við litlum hlutum.

Það sem verra er, er að þú stríðir öðrum miskunarlaust, en verður reið/ur ef einhver svarar í sömu mynt.

 

Heimildir: Higherperspectives.com 

SHARE