Stjörnur sem hafa sagt opinberlega frá óöryggi sínu

Fullt af fólki dáist að frægu fólki og sumir vilja jafnvel líta út eins og þau að sem mestu leyti. Það virðist oft sem stjörnur séu fullkomnar og allir vildu vera eins og þær. Samt eiga þær líka við sitt óöryggi eins og flestir og þessar hafa sagt frá því opinberlega.

Taylor Swift

Taylor hefur sagt frá því að hún sé mjög óörugg þegar kemur að augum hennar. Hún segir að þau hverfi ef hún notar ekki farða af því hún er með svo ljós augnhár og augabrúnir. Hún segist líka muna eftir tímum í gagnfræðaskóla þegar stelpur sögðu við hana að hún væri með lítil augu.

Taylor sagðist líka hafa verið óörugg með það hversu vinsæl hún væri í skólanum. Hún segist finna fyrir þessu, enn þann dag í dag, þegar hún situr ein og borðar hádegismat eða eitthvað álíka.

Kristen Stewart

Kristen segist alltaf hafa verið óörugg vegna stærðar eyrna sinna. Hún hefur sagt: „Ég er óörugg með eyrun mín og er frekar slánaleg.“ Þegar hún var barn var hún líka mjög feiminn en segist vera orðin mun betri í dag og geta talað við hvern sem er.

Chrissy Teigen

Chrissy er mest óörugg með líkamsímynd sína og hefur sagt: „Stundum hef ég grátið í John og liðið eins og ég hafi ekki fengið rétta líkamann. Allir eru með rass, sveigjur, grant mitti, en ekki ég og ég á það til að vera af afbrýðisöm.” Góðu fréttirnar eru þær að hún er að reyna að samþykkja sjálfa sig og útlit sitt. Hún birti einu sinni mynd af líkama sínum eftir meðgöngu með húðslitum til að sýna að allir líkamar eru fallegir.

Jessica Alba

Skortur á framhaldsskólamenntun er eitthvað sem Jessica segist vera með mesta óöryggið útaf. Henni fannst hún aldrei nógu klár til að fara í háskóla. Hún vildi aldrei vera í stuttbuxum eða pilsi því hún var svo óörugg með sig. Þetta hafi síðan allt breyst eftir að hún varð móðir. „Ég varð sáttari með mig eftir að ég komst yfir þrítugt og hafði eignast börn.“ 

Rihanna

Rihanna hefur átt í miklum erfiðleikum með húðina sína. Húðin er mislit og húðin var dekkri fyrir ofan efri vörina, hún hefur verið með þurra bletti og allskonar. Hún viðurkennir líka að stundum finnist henni hún vera feit og vill „það sem aðrir hafa“.

Katy Perry

Katy hefur verið með miklar bólur eftir að hún varð fullorðin. Hún hefur sagt frá því að þegar hún var komin á þrítugsaldurinn hafi hún þurft að fara í margar aðgerðir til að losna við bólurnar. Hún var líka að borða til þess að „hugga sig“ sem hafi heldur betur tekið sinn toll á húðinni.

Beyoncé

Hin gullfallega Beyoncé segist hafa fundið fyrir óöryggi vegna fóta sinna, en þeir hafa látið aðeins á sjá eftir mikinn dans í gegnum tíðina. Hún hefur líka sagst óörugg með eyrun sín og þess vegna sé hún oft með stóra eyrnalokka. Hún segist líka oft hafa verið óörugg með líkama sinn. „Ég er náttúrulega ekki sú grennsta. Ég er með línur. Ég hef þurft að hafa fyrir því að finna mataræði sem hentar mér og virkar.“

Kate Moss

Ofurfyrirsætan hefur sagt frá því að hún hafi alltaf verið óörugg með að vera með skakka fótleggi. Hún segist forðast að vera í pilsi sem nær niður á kálfa og velur skó sem draga ekki athygli að fótleggjum hennar. Þess vegna sér maður oftast Kate í stuttu pilsi eða kjól og stundum klippir hún sjálf neðan af fötum sínum eftir hentugleika.

Robert Pattinson

Robert segist alltaf hafa verið óöruggur með sig og það hafi bara versnað eftir að Twilight kom út. Hann efaðist um sjálfan sig og hefur sagt að frá því að hann sé með líkama sinn á heilanum og hefur sífellt áhyggjur af hvernig hann lítur út.

Kim Kardashian

Kim segir opinskátt að hún eigi við alvarleg líkamsímyndarvandamál að stríða. „Ég missi mig yfir öllu. Af hverju er ég að fara út á meðal fólks? Af hverju verð ég ekki bara heima?“ Kim leið heldur ekki vel með líkama sinn á meðgöngunni, „mér hefur aldrei liðið verr á ævinni,“ sagði Kim. Hún sagði einnig að hún væri með psoriasis sem hún er að reyna að takast á við.

SHARE