Stjörnurnar eru ekki alltaf í sínu fínasta pússi þó að við fáum sjaldan að sjá þær nema upp á sitt allra besta. Stundum tekur einhver sig til og myndar fræga fólkið án farða eða nær mynd af þeim frá óheppilegu sjónarhorni. Það er nú oftast gert til að sýna fólki að stjörnurnar eru bara mannlegar eins og allir og við eigum öll okkar slæmu daga og það getur enginn verið alltaf uppstrílaður. Hér eru nokkrar myndir af stjörnunum með og án farða. Það er þó vert að taka eftir því að á sumum myndunum eru þær alls ekki án farða. Dæmi hver fyrir sig. Margar konur líta bara betur út án farða!

SHARE