Stjörnurnar sem eiga von á sér á þessu ári!

Á síðasti ári létu nokkrar stórstjörnur heiminn vita af þungun sinni, sumar með fyrsta barn og margar með sitt annað eða þriðja.
gwen gavin
Gwen Stefani og eiginmaður hennar Gavin Rossdale bíða nú spennt eftir þriðja barni sínu fljótlega á þessu nýja ári.

Emily John
Emily Blunt og maðurinn hennar úr „Office“  þáttunum John Krasinski eiga von á frumburði sínum.

simon og lauern
Lauren Silverman barnsmóðir Simon Cowell eiga von á dreng núna síðla vetur og það verður góð spurning hvort að Cowell gefi henni einkunn fyrir frammistöðuna á fæðingardeildinni!  Þetta er annað barn Lauren en fyrsta barn Simons.

kendra
Kendra Wilkinson raunveruleikastjarna með meiru á von á sínu öðru barni með manninum sínum Hank.   Geta þau þá státað af því að eiga „settið“  strák og stelpu.

kelly og brandon
Kelly Clarkson á von á sínu fyrsta barni með Brandon, sem á fyrir tvö önnur úr fyrri sambandi og geta þau státað af því að vera fimm manna fjölskylda í vor þegar frumburður Kelly fæðist.

ginnifer
Ginnifer Goodwin var valla búin að tilkynna trúlofun sínar þegar að það fylgdi önnur enn betri aðeins mánuði síðar, frumburður á leiðinni með vorinu.

drew
Drew Barrymore og Will eiga von á sínu öðru barni og eiga þau fyrir dóttir Olive.

oliva
Oliva Wilde og hennar maður eru tilbúin að fara úr dúett í tríó, von er frumburði nú með vorinu.

SHARE