Stjörnuspá fyrir febrúar 2023 – Krabbinn

Krabbinn
21. júní — 22. júlí

Það mun ganga vel hjá þér í störfum þínum en það mun bara vera því að þakka að þú leggur hart að þér og ert stöðug/ur. Þú munt uppskera vel í lok mánaðarins. Hollusta er alltaf lykillinn að góðu samstarfi og sambandi.

Það eru auðvitað aldrei allir dagar sólskin og regnbogar en þessi mánuður verður rosalega góður hjá þér. Þú ert að ná að sleppa tökunum á fortíðinni sem hefur aðeins verið að halda aftur af þér. Febrúar er mánuðurinn sem þú ættir að nota í að læra nýja hluti, fara á námskeið eða annað slíkt.

Passaðu að borða hollan og góðan mat. Slakaðu á og vertu jákvæð/ur. Ekki gera mál úr smáatriðum, vertu þolinmóð/ur og róleg/ur.