Stjörnuspá fyrir febrúar 2023 – Sporðdrekinn

Sporðdrekinn
23. október — 21. nóvember

Febrúar verður góður mánuður fyrir Sporðdrekana, sérstaklega fyrri part mánaðar. Þú munt fá frábær tækifæri og fá viðurkenningu frá þeim sem eru eldri og þeim sem þú vinnur með.

Þú gætir fundið fyrir eirðarleysi og þarft að geta róað þig niður. Jóga og hugleiðsla eru bestu leiðirnar fyrir þig til þess.

Það eru upp og niður tímabil í öllum samböndum. Sérstaklega rómantískum samböndum og þú skalt ekki hafa miklar áhyggjur af því. Þú þarft að vera aðeins opnari því Sporðdrekinn á það til að loka tilfinningarnar inni, sérstaklega þegar kemur að ástinni. Vertu opin/n við maka þinn og segðu hvernig þér líður. Vittu til, það mun koma sambandinu yfir á næsta stig.