Stjörnuspá fyrir febrúar 2023 – Nautið

Nautið
20. apríl — 20. maí

Febrúar verður góður mánuður fyrir þig kæra Naut, þegar kemur að vinnutengdum málum. Vertu opin/n fyrir góðum ráðum og nýrri tækni til að bæta vinnuna þína. Samstarfsfólk þitt og yfirmenn munu líta upp til þín. Fjárhagslega er allt á góðri leið og nú er tíminn til að vaxa og færa út kvíarnar. Ekki hræðast að fara út fyrir þægindarammann þinn.

Ef eitthvað heilsufarsvandamál kemur upp er það eitthvað tengt meltingunni. Passaðu hvað þú lætur ofan í þig og vertu dugleg/ur við að draga djúpt inn andann og slaka á.

Fjölskyldan þín styður þig og stendur alltaf með þér og þú munt eiga gæðastundir með þeim. Þú ert mjög tilfinningarík/ur svo þú ættir að forðast óþarfa umræður og rifrildi. Maki þinn eða einhver nátengdur þér kann ekki að meta hreinskilni þína í viðkvæmum málum.