Stjörnuspá fyrir febrúar 2023 – Bogmaðurinn

Bogmaðurinn
22. nóvember — 21. desember

Starfsframi þinn gæti verið á mikilvægum krossgötum og sérþekking þín og kunnátta mun koma sér vel. Það gæti meira að segja verið von á stöðuhækkun og/eða aukinni ábyrgð.

Taktu eftir hvað þú hefur náð langt í ástarsambandinu þínu seinustu mánuði. Þú mátt samt ekki gleyma þér. Ef maki þinn er óöruggur skaltu muna að segja honum hvers mikils virði hann er þér. Þú, óafvitandi, hefur látið maka þinn upplifa kvíða sem hann/hún á erfitt með að segja þér frá. Þig langar í allan pakkann, heimili, fjölskyldu og allt það.

Hugsaðu vel um heilsuna þína. Andlegu og líkamlegu heilsuna. Vertu róleg/ur og einbeittu þér að því góða og jákvæða í lífi þínu. Vertu skýr í samskiptum. Annars er hætta á misskilningi í fjölskyldunni sem jafnar sig svo seinna í mánuðinum.