Stjörnuspá fyrir febrúar 2023 – Hrúturinn

Hrúturinn
21. mars — 19. apríl

Haltu fast í eldmóðinn sem er þér svo náttúrulegur. Þú tekst alltaf á við hvert verkefni af fullum krafti. Verkefni sem þú hefur fjárfest í, hvort sem það er í formi peninga eða tíma, mun skila þér hagnaði í febrúar. Árið hefur farið mun hægar af stað, en þú hefðir viljað en þessi mánuður er alveg kjörinn til þess að hefjast handa við nýtt verkefni sem þú hefur verið að stefna að mjög lengi. Þú átt stundum erfitt með að koma frábærum hugmyndum þínum í orð svo þú skalt vanda þig við að segja fólki frá hugdettum þínum.

Heilsan þín verður fín en þú verður að hugsa aðeins um hvað þú borðar og hversu mikla hreyfingu þú stundar.

Það getur komið upp misskilningur meðal fjölskyldumeðlima. Það sem þú þarft að gæta að er að vera skýr í tjáningunni þinni, vera opin/n og heiðarleg/ur og ræða málin til að leysa þau. Núna er líka góður tími til að kynnast nýju fólki og eignast jafnvel nýja vini.