Stjörnuspá fyrir nóvember 2022 – Sporðdrekinn

Sporðdrekinn
23. október — 21. nóvember

Það þarf varla að nefna það en þessi tími árs er ÞINN tími. Það er að koma að einhverskonar kaflaskilum hjá þér og þú átt örlítið erfitt með breytingar, en þessum breytingum skaltu taka með opnum örmum.

Treystu því að það sem koma skal sé það eina rétta og mundu að byggja sterkan grunn undir samböndin þín. Það er að verða sterkari tenging á milli þín og maka þíns, ef þú átt maka. Það þýðir að þið gætuð orðið nánari tilfinningalega, trúlofað ykkur eða annað slíkt. Sköpunargáfa þín verður í hámarki það sem eftir er af árinu.