Stórir rassar eru það heitasta í dag

Stórir rassar virðast vera komnir í tísku ef marka má grein sem tímaritið Vogue í Bandaríkjunum birti nýlega. Tímaritið birti grein þar sem talað var um að við værum komin á ákveðið „rassatímabil“.

Þeir sem hafa fylgst með tískutímaritum í gegnum árin geta glögglega séð hvernig líkamsútlit er í tísku hverju sinni. Stór brjóst komu í tísku og fóru og í langan tíma réði vannært útlit fyrirsæta ríkjum. Það var svo þegar fyrirsætan Kate Upton reis til frægðar að það var í lagi að vera með brjóst og rass en það tók tískuheiminn sinn tíma að samþykkja Kate og hennar fallega líkama. Líkamsvöxtur Kardashian systrana hefur einnig ýtt undir þá tískustefnu að það að vera með brjóst og rass sé móðins.

Nú virðist svo vera að við séum komin á rassatímabil þar tvö nýleg tónlistarmyndbönd æsa upp þessa nýju tískubylgju. Flestir sem hafa fylgst með slúðurfréttunum síðasta mánuðinn hljóta að hafa rekið augun í tónlistarmynd Nicki Minaj sem ber nafnið Anaconda en þar eru stórir rassar í brennidepli.
Á fimmtudaginn kom svo út nýtt tónlistarmyndband söngkonunnar Jennifer Lopez og Iggy Azalega þar sem í 4 mínútur og 15 sekúndur annað hvort rassinn á Jennifer eða Iggy er í mynd.

Hvort sem þetta þykir jákvæð þróun eða ekki þá hlýtur það þó að teljast gott að vannært útlit sé á niðurleið.

 

 

SHARE