Strandaður búrhvalur með skilaboð til mannkyns

Þegar stór og vígalegur búrhvalur strandaði í fjöru í Hollandi í fyrra hófust þegar í stað björgunaraðgerðir sem náðu þó ekki að bjarga hvalnum. Hann var ristur á hol og kom innihald magans viðstöddum í opna skjöldu.

Úr maga hvalsins flæddu heilu plastpokarnir og aðrir smáhlutir úr plasti, samtals 59 stykki. Þyngd ruslins fór vel yfir 13 kíló samanlagt.

Að burðast með 13 kíló af plasti í maganum, sem meltingarkerfið nær ekki að vinna úr eða losa sig við, útskýrir sennilega hvers vegna hvalurinn endaði á því að örvinglast upp á strönd með þeim afleiðingum að hann drapst.

Skilaboð sjávarins til mannkyns eru þó alveg skýr. Vatnsmengun er staðreynd sem þarf að horfast í augu við. Gæta þarf betur að því að losa ekki rusl á víðavangi þar sem það getur endað í sjónum í roki og rigningu.

Því miður eru atvik af þessu tagi orðin algeng í dag

1

 

Magi hvalsins reyndist fullur af plasti sem vó samtals 13 kíló

scientists

Hér er annað tilvik sem átti sér stað á Lavezzi eyjum þar sem yfir 100 plastpokar fundust í maga búrhvals sem strandaði.

Hér er stutt myndband sem sýnir hvaða áhrif plastrusl hefur á fuglalífið víðs vegar um heiminn.

Heimild: Realnews24

SHARE