Strangar heilsureglur Kourtney Kardashian

Kourtney Kardashian er elsta systirin í hinni heimsþekktu Kardashian fjölskyldu. Hún og systur hennar urðu frægar vegna raunveruleikaþáttanna Keeping Up With The Kardashians. Hver systir hefur vissulega skapað sér nafn á mismunandi vegu. Kourtney hefur alltaf haft brennandi áhuga á heilsu og vellíðan og hún breytti ástríðu sinni í vörumerki.

Kourtney Kardashian er stofnandi heilsurmerkisins Poosh. Poosh deilir þekkingu og vörum sem eiga að koma heilsunni manns upp á næsta stig. Á bloggi Poosh deilir Kourtney góðum ráðum og heilsusamlegum uppskriftum, en svo selur hún einnig ýmsar heilsuvörur, þar á meðal bætiefni, húðvörur, kynlífsvörur og vörur til andlegs heilbrigðis. Kourtney er mjög umhugað um heilsu sína og hér eru nokkrar heilsureglur sem Kourtney fer eftir.

1. Mataræði Kourtney

Instagram will load in the frontend.

Kourtney lætur ekki hvað sem er fara ofan í sig. Hún leggur áherslu á að borða lífrænan mat og láta unnin matvæli helst alveg eiga sig. Kourtney fylgir ketó mataræði, sem er lágkolvetnamataræði sem leggur áherslu á fitu- og próteinneyslu. Markmið mataræðisins er að setja líkama manns í „ketosis“ sem eykur til muna fitubrennsluna. Eftir að Kourtney giftist Travis Barker er hún samt farin að vera mikið í vegan mataræði. Hún segist vera 95% vegan til að koma til móts við Travis sem er vegan. Þetta felur í sér að sleppa mjólk og mjólkurvörum.

2. Kourtney drekkur eplaedik

Eplaedik hefur marga góða kosti en er fyrst og fremst innbyrt til að reyna að léttast. Eplaedik hjálpar meltingunni, jafnar glúkósann og minnkar matarlyst. Kourtney drekkur eplaedik á hverjum degi og segist gera það til að halda sig í kjörþyngd en líka vegna áhrifanna sem það hefur á andlegt ástand hennar.

3. Kourtney tekur allskonar vítamín

Kourtney Kardashian elskar vissulega vítamín og bætiefni. Hún lítur á kollagenduft sem grunnvöru í vellíðan sinni og heilsurútínu. Vörumerkið hennar, Poosh, gaf meira að segja út kollagen-bætiefni í maí 2019 vegna hrifningar Kardashian á vörunni. Kardashian setur einnig matskeið af ólífuolíu í mat sinn annan hvern dag og segir að ólífuolía innihaldi hollar fitusýrur, andoxunarefni og eykur kollagen framleiðslu.

Hvað varðar sérstaklega vítamín og bætiefni, tekur Kardashian mikið af þeim. Í heilli færslu á Poosh blogginu sínu greindi hún frá hvaða fæðubótarefni hún tekur að staðaldri. Listinn inniheldur Drenatrophin PMG, Immunotix 500, Zinc Citrate, Megasporebiotic, Tru Niagen og svo margt fleira.

4. Kourtney „sleppir sér“ aldrei

Kourtney Kardashian fylgir mjög ströngu lífrænu, mjólkurlausu, ketó og að mestu vegan mataræði. Hún „sleppir sér“ ekki í mataræðinu þó hún sé í fríi eða þegar hún fer út að borða. Hún leyfir syni sínum til að mynda ekki að borða unninn mat eins og McDonald’s.

Kourtney trúir ekki á að „sleppa sér“ í mataræði yfir hátíðirnar eða á ferðalögum. Hún telur að ef maður geri það skapi maður neikvætt samband við hollan mat. Hins vegar skilur hún alveg að það sé mikilvægt að „svindla“ á mataræði: „Ég svindla tvisvar á dag með smá sætindum eftir hádegismat og kvöldmat,“ segir hún á Poosh blogginu sínu. Hún fær sér stundum Oreo kexköku eða Cheetos eftir mat.

5. Æfingar Kourtney

Til að geta svindlað aðeins á mataræði sínu án þess að það hafi áhrif á línurnar, æfir Kourtney að minnsta kosti fimm sinnum í viku. Kourtney tekur æfingar sem eru í lotum og hleypur mikið á hlaupabretti. Einkaþjálfari hennar sagði frá því að þegar Kourtney er á hlaupabrettinu er hún ekki eingöngu að ganga eða hlaupa. Hún tekur líka hliðarþrep, gengur í halla og gengur á afturábak.

6. Drekkur rauðrófusafa fyrir æfingar

Þó að það að drekka eplaedik sé sérstakt fyrir suma, er það vissulega ekki eins óvenjulegt og að drekka rauðrófusafa í heilsufarslegum tilgangi. Kourtney elskar rófusafa og hún drekkur sérstaklega glas af honum á hverjum morgni áður en hún fer á æfingu.

Rauðrófusafi hjálpar til við að draga úr bólgum og vernda lifrina gegn fitu og eiturefnum. Ekki nóg með það, heldur er rauðrófusafi er frábær náttúrulegur orkugjafi, sem ekki er vanþörf á miðað við hversu oft Kourtney æfir.

7. Æfir þegar hún er í fríi

Eins og við sögðum hér að ofan, þá er Kourtney ekki hrifin af því að „sleppa sér“ og hún tekur sér aldrei frí frá æfingum. Hún skellir sér á hlaupabretti í fríum og gerir svo æfingar með sína eigin þyngd. Hún tekur mjög oft hnébeygjur til að mynda.

8. Kourtney og Travis fóru í Panchakarma hreinsun

Það kemur ekki á óvart að Kourtney elskar góða hreinsun. Hreinsunin sem hún og Travis fóru í var þó ekki aðeins vegna heilsu og vellíðunar, heldur voru þau að hreinsa sig til að auka frjósemi sína.

Þegar þau gerðu hreinsunina slepptu þau koffíni, áfengi, kynlífi, sykri og hreyfingu.

Heimildir: Thething

SHARE