Stúlka með MS slær öllu við

Sjúkdómurinn MS er alvarlegur taugahrörnunarsjúkdómur þar sem ónæmiskerfi líkamans ræðst á eigin vefi og brýtur þá niður.

Kayla Montgomery frá Bandaríkjunum hafði alla tíð verið ötul að iðka íþróttir. Árið 2009 hneig hún hinsvegar niður í miðjum fótboltaleik og missti tilfinninguna fyrir fótunum.

Atvikið var tekið upp á myndband og má sjá hvernig Kayla biður í örvæntingu einhvern um að hjálpa sér af ótta við að hún væri orðin lömuð fyrir lífstíð.

Hún var í kjölfarið greind með sjúkdóminn MS en hefur þrátt fyrir það haldið áfram íþróttaiðkun sinni og slá hvert metið á fætur öðru. Hún hætti í fótboltanum og lagði í staðinn fyrir sig langhlaup og hefur náð gífurlegum árangri á þeim vettvangi þrátt fyrir sjúkdómsgreiningu sína.

Hún er í dag með bestu víðavangshlaupurum í Bandaríkjunum.

http://youtu.be/kpA-FsKLA6A

SHARE