Stúlkan dró mömmu sína út úr íbúðinni – Misstu allt í eldsvoða

Fjallað er um mæðgurnar Herdísi Kristjönu Hervinsdóttur og og Margréti Heiðrúnu Harðardóttur á dv.is í dag en þær lentu í því að missa allt í eldsvoða þann 9. desember síðastliðinn. Nágranni mæðgnanna vaknaði við það að þær voru að kalla á hvor aðra og kalla eftir hjálp. Mikill reykur var á ganginum og mæðgurnar komust út úr íbúðinni og Margrét dró meira að segja mömmu sína fram á gang en þær fengu báðar reykeitrun.

Þær voru ekki tryggðar og misstu allt í eldsvoðanum segir vinkona mæðgnanna, Ásta Ruth og hefur verið sett af stað söfnun til að aðstoða þær.

Reikningur Herdísar hjá Íslandsbanka er eftirfarandi: 515-14-608975, Kennitala 020975-5399

SHARE