Stúlknahljómsveitin Spice Girls út 20 árum seinna – Myndir

Í ár eru 20 ár síðan stúlkna hljómsveitin Spice Girls var stofnuð með þeim Mel C, Mel B, Emmu Bunton, Geri Halliwell og Victoria Beckham. Það tók þær ekki langan tíma að ná heimsfrægð en fyrsta lagið þeirra Wannabe var gefið út árið 1996 sem komst í fyrsta sæti á listum með mest spiluðu lögunum í yfir 30 löndum.

Stúlknahljómsveitin Spica Girls entist ekki að eilífu en árið 2000 var tilkynnt að þær myndu allar halda í sína átt til að einbeita sér að söngferli hvers og eins. Árið 2007 tóku þær hins vegar aftur saman og fóru í tónleikaferðalag um heiminn. Síðasta framkoma þeirra saman var svo árið 2012 þegar þær sungu á lokahátíð Ólympíuleikanna í London.

SHARE