Stutt í að annað barn Alicia Keys komi í heiminn

Stórsöngkonan á von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum Swizz Beatz en hún opinberaði tíðindin á Instagramminu sínu í ágúst síðastliðinn.

Söngkonan var stödd á samkomunni Keep a Child Alive 2014 á dögunum og leyfði ljósmyndurum að mynda sig bak og fyrir á rauða dreglinum. Er kúlan orðin stór og myndarleg en barnið er væntanlegt í heiminn á sjálft gamlárskvöld eða 31. desember.

Alicia Keys hefur gefið út samtals fimm plötur og er platan Girl On Fire sú nýjasta í röðinni en smáskífan með sama nafni sló rækilega í gegn í fyrra. Meðal annarra slagara má nefna Fallin’ sem kom út árið 2001 og No One sem kom út árið 2007

Söngkonan tók þátt í að setja viðburðinn Keep a Child Alive á laggirnar árið 2003 til að bregðast við neyðarástandi í Afríku þar sem margir HIV sjúklingar, börn þar á meðal, þjást vegna skorts á lyfjum. Hún leggur sannarlega sitt að mörkum!

Ekki er annað að sjá en að söngkonan sé að blómstra á meðgöngunni. Hún hreinlega geislar af ánægju!

Screen Shot 2014-10-31 at 19.44.48

Screen Shot 2014-10-31 at 19.45.35

Screen Shot 2014-10-31 at 19.45.03

 

Screen Shot 2014-10-31 at 19.46.01

Screen Shot 2014-10-31 at 19.45.48

SHARE