Styður barnsföður sinn fyrir rétti

Fyrrverandi unnusta Johnny Depp til 14 ára, Vanessa Paradis, mun bera vitni fyrir Johnny fyrir rétti seinna í þessum mánuði. Amber Heard, sem er í skilnaðarferli við Johnny Depp um þessar mundir, hefur farið fram á varanlegt nálgunarbann og snúast réttarhöldin um það.

Sjá einnig: Amber Heard verður með 7 vitni gegn Johnny

Samkvæmt réttargögnum mun Vanessa vera spurð út úr í um það bil 15 mínútur um samband hennar við stórleikarann. Hún mun tala máli Johnny en þau eru enn mjög góðir vinir og eiga þau saman 2 börn, þau Lily Rose 17 ára og John 14 ára.

Johnny er með 23 nöfn á lista sem munu bera vitni fyrir hans hönd og þar á meðal eru tveir lögregluþjónar sem komu á vettvang þegar allt sauð upp úr á milli hans og Amber. Amber segir að Johnny hafi hent í sig iPhone síma og hún hafi fengið glóðarauga við það.

 

SHARE