Style: Glænýtt lag fráTaylor Swift fór í loftið í dag

Yndisleg ballaða frá Taylor Swift – áður óheyrð og brakandi fersk úr hljóðveri – var frumflutt í Good Morning America nú í morgun. Ballaðan sem er með ljúfu poppívafi ber nafnið STYLE en sjálf hefur Taylor verið iðin við að kynna smellinn á Twitter undanfarna daga.

Myndbandið er í rómantískari kantinum enda kemur lagið út sólarhring fyrir Valentínusardag, dag elskenda, en ekki fer milli mála að Taylor hefur tekið út talsverðan þroska sem tónlistarmanneskja og kona undanfarin misseri.

Sjón er sögu ríkari; hér fer nýja lagið hennar Taylor Swift:

Tengdar greinar:

Ólíklegur dúett: Taylor Swift og Kanye West á leið í hljóðver saman

SHARE