Súkkulaðikaka með karmellukúlusósu og súkkulaðidropum

Þessi ofsalega girnilega uppskrift kemur úr smiðju Matarlystar og er jafngóð og hún er falleg.

Hráefni

3 ¼ dl hveiti
¾ dl kakó
½ tsk lyftiduft
¼ tsk matarsódi
120 g smjör við stofuhita
2 ½ dl sykur
3 egg stór
1 dós sýrður rjómi
1 tsk vanilludropar
150 g suðusúkkulaði dropar

Aðferð
Hitið ofninn í 180 gráður og blástur. Smjör og sykur sett saman í hrærivélaskálina þeytið þar til létt og ljóst tekur u.þ.b 3 mín, bætið einu eggi í einu út í þeytið vel á milli, sýrðum rjóma og vanilludropum er bætt út í hrærivélaskálina hrærið örlítið saman, blandið þurrefnum saman bætið út í, vinnið saman í u.þ.b.½-1 mín. Í lokin er súkkulaðidropum bætt út í.

Setjið í hringlaga smelluform u.þ.b 22 cm bakið við 180 gráður og blástur í u.þ.b 30 mín fer eftir ofnum, stingið prjón ofaní til að kanna hvort hún sé bökuð, ef hann kemur nánast þurr upp er kakan tilbúin. Hafið kláran karamellutopp og súkkulaðidropa þegar kakan kemur út úr ofninum.

Karamellutoppur og súkkulaðidropar

1 poki góu kúlur 150 g
3-4 msk rjómi
100-150 g súkkulaðidropar

Aðferð
Bræðið saman kúlur og rjóma við vægan hita í potti. Setjið karamellusósua yfir heita kökuna ásamt súkkulaðidropum.

SHARE