Súkkulaðikaka með smjörkremi

Þessi girnilega uppskrift er frá Matarlyst og er afar einföld, bragðgóð og lungamjúk.

Hráefni

250 g hveiti
400 g sykur
125 g kakó
1½ tsk lyftiduft
1½ tsk matarsódi
1 tsk salt
2 egg
200 g mjólk
110 g olía t.d isio4
4 tsk vanilla extrakt eða vanilludropar
120 g volgt vatn
120 g kaffi uppáhelt (má nota vatn í staðinn)

Aðferð

Hveiti, sykur, kakó, lyftiduft, matarsódi, og salt er sett í hrærivélaskálina, blandið saman með háfnum þar til komið er vel saman.

Bætið út í eggjum, mjólk, olíu og vanillu hrærið saman í 1½ mín. Í lokin, bætið í lokin út í vatni og kaffi athugið að blandan verður mjög þunn. Gott er að smyrja og strá hveiti í form eða setja bökunarpappír, heilar arkir ofaní 2 hringform, hellið deiginu ofaní formin. Bakið við 180 gráður og blástur í 25-30 mín, eða setjið í bökunarpappír ofaní skúffukökuform eða eldfast mót hellið deiginu ofaní og sléttið úr því. Bakið við 180 gráður og blástur í u.þ.b 35-40 mín. Kælið botnana áður er smjörkrem er sett á.

Smjörkrem

Þetta smjörkrem er létt og „fluffy“. Ath að ég geri 2× uppskrift á hringlaga köku ef sprauta á kremi á hana.

Hráefni

200 g smjör við stofuhita
220 g flórsykur
6 msk kakó (u.þ.b 60 g)
1 egg
1 tsk vanilludropar
1 msk rjómi eða mjólk

Aðferð

Setjið öll hráefni saman í hrærivélaskálina þeytið í 10 til 20 mín. Setjið ofaná kökuna þegar hún hefur kólnað alveg. Skreytið að vild.

Njótið vel kveðja Ragnheiður

SHARE