Súper einfaldur kjúklingaréttur frá Röggu

Enn höldum við áfram að birta uppskriftir úr litlu bókinni Rögguréttir.

Uppskrift:

3 kjúklingabringur
2 dl sýrður rjómi
2 dl salsa sósa
2-3 hvítlauksgeirar
Salt og pipar

Aðferð:

Bringurnar settar í eldfast mót. Öllu hinu er hrært saman og hellt yfir bringurnar. Bakað í ofni við 180-200 í 40 mínútur.

 

Gott að bera fram með hrísgrjónum og salati.

 

 

 

SHARE