Ragga mágkona er alls ekki hætt að elda, sem betur fer!

Heimurinn væri svo mikið minni án hennar uppskrifta. Hér kemur einn súper einfaldur an svakalega góður frá henni.

Uppskrift:

3 kjúklingabringur

2 dl salsa sósa

2-3 hvítlauksgeirar

salt og pipar

Aðferð:

Bringur settar í eldfast mót. Öllu hinu hrært saman og hellt yfir bringurnar. Þetta er svo bakað í ofni við 180 til 200 gráður í ca 40 mín.

Gott að bera fram með hrísgrjónum og góðu salati.

SHARE