Súpermódelið Tess Holliday er fáklædd, ögrandi og gullfalleg á Instagram

Tess Holliday er engin venjuleg ofurfyrirsæta. Stúlkan er brautryðjandi á sínu sviði, í veglegri yfirstærð og landaði sínum fyrsta stóra fyrirsætusamning í janúar á þessu ári. Hún er í bandarísku stærðinni 22 og er smá vexti þess utan og þykir feikilega vel að samningnum komin.

11208398_1672625452958359_413538474_n

Tess er stjarna í fyrirsætuheiminum og deildi í þessari viku, gegnum Instagram, alfyrstu ljósmyndunum á vegum MiLK Model Management en það var ljósmyndarinn Catherine Harbour sem tók myndirnar af Tess, sem er 29 ára gömul.

11265713_816033018471985_439550604_n

Tess er íklædd einungis stuttermabol og nærbuxum, en myndirnar draga ekkert undan og sýna íturvaxinn líkama Tess í mögnuðu ljósi kvenleikans:

Ég er svo yfir mig hamingjusöm vegna myndanna og það er stórkostlegt að geta loks deilt þeim. Þær voru teknar af @catherineharbour í London í síðasta mánuði og þetta er útkoman … takk, elsku umboðsmaðurinn minn, fyrir að hrinda mér út fyrir þægindarammann!

Tess segist binda vonir við að innkoma hennar í fyrirsætuheiminn muni eiga sinn þátt í að umbreyta bransanum og kollvarpa þeim skaðlegu staðamyndum sem konur eru berskjaldaðar fyrir.

11208335_1440980216211966_1521114330_n

Í viðtali við Daily Mail sagðist Tess þannig leggja sál sína í hverja töku og að tískumyndum af henni væri ætlað að vekja upp viðbrögð.

Að mínu mati hef ég ekki sinnt starfinu ef ljósmyndirnar af mér vekja ekki upp nein hughrif. Hvort sem viðbrögðin eru neikvæð eða jákvæð – allar myndir af mér ættu að vekja einhver viðbrögð. Það er tilgangur minn með fyrirsætustarfinu; mig langar að kollvarpa og ögra viðhorfum samfélagsins til fegurðar og mig langar að skora viðteknar venjur á hólm – ögra því sem talið er fallegt og æskilegt. Það er ekki hægt að vera bara fallegur á einn veg. Allir verðskulda sinn sess.

11189630_1621295494823883_1993907548_n

Tess lætur ekki sitja við orðin eintóm, en hún hratt af stað áhrifamikilli samfélagsmiðlaherferð í janúar á þessu ári undir merkinu #EffYourBeautyStandards þar sem hún hvatti konur til að taka sjálfsmyndir af sér fáklæddum og deila á samfélagsmiðlum í nafni sjálfsástar.

1422384683_tess-holliday-467

Ég hratt herferðinni af stað því ég var orðin þreytt á að heyra hvaða klæðnaði ég mætti og mætti ekki klæðast frammi fyrir myndavélunum og ég var orðin þreytt á að heyra að ég yrði að hylja líkama minn. Ég fékk nóg. Ég klæðist því sem mig langar!

Sjá einnig: 10 „plus-size“ fyrirsætur sem eru að sigra Instagram

SHARE