Sushisamba blæs til heljarinnar afmælisveislu dagana 18.og 19. nóvember

Sushisamba- og þú ert kominn til sólarlanda.

Dagana 18. og 19. nóvember heldur Sushisamba upp á 2ja ára afmælið sitt með skemmtilegu partýi þar sem verða fullt af skemmtiatriðum og má nefna að  Pacas verður veislustjóri og Logi Pedro úr Retro Stefson mun sjá um stemninguna.

Matreiðslumenn Sushisamba eru búnir að setja saman afmælismatseðil með 10 vinsælustu réttum staðarins sem allir verða á 590kr. Ásamt tilboðum á barnum. Nú þegar er orðið þétt bókað og því nauðsynlegt að tryggja sér borð í tíma.

sushi faceboo

Sushisamba opnaði í nóvember árið 2011 og hefur síðan þá verið einn vinsælasti veitingastaður Íslands.
Matseðillinn einkennist af fersku bragði og litríkum réttum þar sem jalapeno, mangó og lárperur er mikið notað í réttunum. Sushisamba býður upp á magnaða blöndu japanskar og suður-amerískar matargerðar í bland við íslenskt hráefni. Það umtalaðasta og vinsælasta á Sushisamba er sushi-ið, svo kallað New-Style sushi, eða Djúsí Sushi eins og það er kallað á Sushisamba. En það er ekki bara maturinn sem hefur slegið í gegn á staðnum heldur er hann einnig einn besti kokteilbar landsins og býður upp á um 40 kokteila sem búnir eru til af barþjónum staðarins. Vel þjálfaðir barþjónar hrista þessa vinsælu kokteila í tuga tali öll kvöld vikunar, en stundum mætti halda að það væri laugardagur öll kvöld á Sushisamba!

bar sushi 2

Vinsælasti drykkurinn er án efa Mojito, en þónokkrar bragðtegundir eru í boði. Sá allra vinsælasti er Chili Mojito og einnig er mikið úrval af
Caipirinha, þjóðardrykki Brasilíu. Glæsilegir kokteilar staðarins eru stútfullir af ferskum ávöxtum í anda stemningarinnar, en andrúmsloftið á Sushisamba er einstakt. Samspil tónlistar og innréttinga bera mann í huganum til sólarlanda öll kvöld vikunar.

mo sushi

Smelltu hér til að panta borð í bestu afmælisveislu ársins.

SHARE