Svalaði þörfum sínum með farsíma og festi hann í leggöngunum

Kona nokkur í Serbíu lenti í örlítið vandræðalegu atviki á dögunum. Hafði hún ætlað að eiga friðsæla og fullnægjandi stund með sjálfri sér og brúka farsíma til þess að auka unað sinn. Konan var með eldri týpu af símtæki (Nokia 3310, nánar tiltekið) sem hægt er að stilla á titring – síminn þarf ekki að vera hringjandi til þess að hægt sé að njóta hans. Hann titrar eftir pöntunum. Ákaflega hentugt.

Já, einu sinni var nóg að eiga bara síma. Engin hafði þörf fyrir misflókin, titrandi kynlífshjálpartæki.

Vesalings konan kemur sér vel fyrir undir sæng. Stillir símann og hefst handa. Í miðjum klíðum festist síminn í inni í leggöngum hennar. Henni tókst ekki að ná símanum úr skauti sínu upp á eigin spýtur og endaði þess vegna á bráðavakt á spítala í Belgrad. Í viðtali við erlenda miðla sagði vakthafandi læknir að umræddur sjúklingur ætti líklega aldrei eftir að brúka farsíma aftur á þennan hátt.

Tengdar greinar:

10 stórfurðuleg kynlífsblæti

Furðulegir hlutir sem ÖLL pör gera – Myndband

Þessar kynlífsdúkkur eru það furðulegasta sem þú sérð í dag – Myndir – EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!

 

 

SHARE