Svarthöfði (Star Wars) var of mjóróma í upphafi

Ógurleg, málmkennd og skipandi rödd Svarthöfða í Star Wars sem lesin var inn af leikaranum James Earl Jones er ein af eftirminnilegustu atriðum stórseríunnar en færri vita að það var annar leikari sem ljáði Svarthöfða útlitið og allt yfirbragðið.

Leikarinn sem lék Svarthöfða er breskur og heiti David Prowse, en hann var valinn í hlutverkið þar sem hann var bæði hár og þéttur að vexti, en David var fyrrum vaxtarræktartröll.

Leikstjórinn sjálfur, George Lukas, ætlaði sér alltaf að skipta út mjóróma röddu David, en ef atriði úr myndinni eru skoðuð óklippt og hrá tilsýndar, má heyra hvernig sjálfur Svarthöfði hljómaði við upprunalegar tökur.

Hér má heyra hvernig Svarthöfði hljómaði í upphafi, eða áður en James Earl Jones ljáði einu helsta illmenni kvikmyndasögunnar djúpan málróm sinn:

SHARE