Matthías Már eða Matti eins og hann er oftast kallaður er útvarpsmaður á Rás 2 en þar sér hann um Poppland ásamt Óla Palla. Matti segist ekki eiga nein leyndarmál en kemur samt í Yfirheyrslu hjá okkur:

Fullt nafn: Matthías Már Magnússon

Aldur: 32
Hjúskaparstaða: Í sambúð
Atvinna: Útvarpsmaður


Hver var fyrsta atvinna þín?
Vinnumaður í sveit, besta vinna sem ég hef unnið, gerði mig að manni og ég lærði að vinna.

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum?
Já hver man ekki eftir flauelsbuxunum með hvítu röndunum úr Mótór, úff.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar?
Nei ekki lengur, á bara engin leyndarmál og það er mjög góð tilfinning.

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann?
Já þegar ég bjó í Bretlandi fór ég einu sinni í klippingu og var svo óánægður að ég fór beint heim og snoðaði mig og klippti mig sjálfur eftir það, Bretar kunna ekki að klippa.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá?
Nei

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í?
Þegar ég söng í karókí og þegar ég syng yfir höfuð.

Vefsíðan sem þú skoðar oftast?
ruv.is/poppland allt um íslenska tónlist 🙂:) og auðvitað Facebook.

Seinasta sms sem þú fékkst?
Milli 12 – 18 á morgun komum við til þín með búnað fyrir pöntun þína Kveðja Tal.

Hundur eða köttur?
Bæði, átti marga ketti í æsku og hafði gaman að, á frábæra Golden tík í dag.

Ertu ástfanginn?

Hefurðu brotið lög?
Já, tekinn á ofsahraða eins og greint var frá í Morgunblaðinu, 18 ára gamall á 135 km hraða niður Ártúnsbrekkuna, missti prófið og lærði heldur betur af reynslunni.

Hefurðu grátið í brúðkaupi?
Nei

Hefurðu stolið einhverju?  
Jú það var ísvél í Hagkaup í Kringlunni fyrir mörgum árum, stal úr henni einhverntíman.

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?
Að Mamma væri ennþá hjá mér.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun?
Ég bara veit það ekki, finnst það fínt, gott að láta koma sé á óvart.

SHARE