Svelti 4 ára son sinn til dauða – Dæmd fyrir manndráp

Amanda Hutton, 43 ára gömul átta barna móðir hefur verið fundin sek um morð á fjögurra ára gömlum son sínum. Hún svelti son sinn til dauða og lík hans fannst í íbúð hennar tveimur árum eftir að hann lést í desember árið 2009. Móðirin sýndi engin viðbrögð þegar dómur var kveðinn upp.

Þetta mál hefur vakið upp spurningar þess efnis hvort að það sé eðliegt að enginn hafi áttað sig á að drengurinn hafi verið dáinn fyrr en tveimur árum seinna í stórri borg í Bretlandi og af hverju barnaverndarnefnd og yfirvöld í Bretlandi höfðu ekki áttað sig á vanrækslunni.

Móðir drengsins, sem hét Hamzah vanrækti hann og gaf honum ekki að borða eða drekka til lengri tíma. Litli drengurinn lést vegna vannæringar þann 15 desember árið 2009 en hann fannst ekki fyrr en 21 september árið 2011. Hann fannst í herbergi hennar.

Börnin bjuggu við skelfilegar aðstæður:

Konan bjó ásamt 6 börnum sínum á skólaaldri í Heaton í Bretlandi í íbúð sem var ekki hæf fyrir manneskjur að búa í. Draslið og óþrifnaðurinn var skelfilegur. Hún bjó ásamt litla drengnum sem var fjögurra ára þegar hann lést og 6 öðrum börnum á aldrinum 5-13 ára. Móðirin eyddi frekar pening í áfengi en mat fyrir börn sín og kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að konan hafi svelt son sinn til dauða.

Amanda Hutton sagði fyrir dómi að hún hefði átt í erfiðleikum með að fá son sinn til að borða og að hann hefði látist skyndilega. Hún sagði að hún hefði aldrei leitað læknisaðstoðar vegna lystarleysis drengsins vegna þess að hún hélt að hann væri að ganga í gegnum tímabil og hann myndi á endanum komast yfir það.

Hún greindi frá því að hún hefði haft áhyggjur af því að hin börnin yrðu tekin af henni ef hún tilkynnti um lát sonar síns. Amanda átti eldri son, Tariq sem er 24 ára gamall sem vissi af líkinu af litla drengnum. Hann hefur einnig verið ákærður.

Talið er að yfirvöld hafi brugðist litla drengnum og vanrækt þær skyldur að fylgjast með heimilishaldinu. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir dauða drengsins.

 

 

SHARE