Sveppasúpa – Matarmikil og fljótleg

Á heimasíðunni Allskonar er að finna mjög margar góðar uppskriftir og við rákumst á þessa þarna inni.

Sveppasúpa fyrir 4

  • 2 msk ólífulía
  • 2 msk smjör
  • 4 hvítlauksrif, marin
  • 500gr sveppir, fínsaxaðir
  • 2 tsk timian, þurrkað
  • 2 lárviðarlauf
  • 1 msk Worchestershire sósa
  • 500ml vatn
  • 1 teningur grænmetiskraftur
  • 1 msk hveiti hrært í 2 msk vatn
  • 2 dl rjómi
  • 3 dl mjólk
  • salt og pipar

Undirbúningur: 15 mínútur

Eldunartími: 25 mínútur

Hitaðu olíuna og smjörið í potti. Steiktu hvítlaukinn í 2 mínútur. Bættu þá við sveppunum, timian, lárviðarlaufinu og worchestershire sósunni. Steiktu við meðalhita í 5-6 mínútur eða þar til vökvinn er farinn út sveppunum.
Helltu nú vatninu út í og settu grænmetiskraftinn með, láttu malla á vægum hita í 10 mínútur.

Þykktu súpuna með hveitinu og vatninu, helltu blöndunni út í súpuna á meðan sýður og hrærðu stöðugt í á meðan. Smakkaðu til með salti og pipar.

Bættu mjólkinni og rjómanum út í. Athugaðu að ef mjólkin og rjómin eru ísköld þá er hætta á að ysti.
Slökktu undir pottinum og smakkaðu aftur til.

Berðu fram með nýbökuðu brauði.

á Facebook

SHARE