Svínalundir með basil sinnepi – Uppskrift frá Lólý.is

Girnileg uppskrift frá Lólý.is

Mér finnst alltaf gott að hafa svínalundir í matinn reglulega en svona yfirleitt þá eru þær grillaðar á mínu heimili. Þær eru svo mjúkar og góðar og klikka aldrei. En í þessari uppskrift skellti ég lundinni inn í ofninn og það var sko alveg svakalega gott, en basil sinnepið og lundin voru eins og match made in heaven.

svin

 

1 svínalund
ólífuolía
1 krukka basil sinnep frá Nicolas Vahé
2 dl sojasósa
2 msk púðursykur
2 msk tómatsósa

Takið sojasósuna, púðursykurinn og tómatsósuna og blandið saman í skál ásamt smá dassi af ólífuolíu. Takið svínalundina og snyrtið af henni mestu fituna og setjið í poka og hellið sojasósu blöndunni í pokann og lokið pokanum. Látið þetta standa inn í ísskáp í lágmark klukkustund.
Þegar lundin er búin að taka sig inn í ísskáp, takið hana þá úr pokanum og setjið í eldfast mót, hellið vökvanum yfir hana og smyrjið hana svo með basil sinnepinu. Svo er bara að setja hana í ofninn og elda við 180°C í 20-30 mínútur en það fer auðvitað alveg eftir ofninum hjá manni en lundin þarf að ná kjarnhita upp á 64-65°. Hún má vera aðeins bleik inn í því þá er hún best.
Svo var ég með bakaðar kartöflur með þessu og gott salat, svo er bara undir hverjum og einum komið hvernig sósu maður vill með þessu.

 

 

SHARE