Svona á að bera nafnið Lindsay Lohan fram

Lindsay Lohan(35) er komin á TikTok. Hún birti sitt fyrsta myndband fyrr í mánuðinum þar sem hún heilsaði fylgjendum sínum með stuttum skilaboðum:

„Hæ allir, þetta er Lindsay Lohan og getið hvað? Nú er ég komin á TikTok“

Myndbandið hefur ekki vakið mikla athygli, aðallega því Lindsay ber nafn sitt fram öðruvísi en örugglega allir í heiminum hafa gert. Aðdáendur hafa áttað sig á því að þeir hafa borið nafnið hennar rangt fram í mörg ár. Lindsay leggur áherslu á „o“ í staðinn fyrir „a“ eins og flestir segja: LoHAN en „h-ið“ virðist ekki heyrast neitt.

Ja hérna. Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt.

SHARE