Svona er best að setja á sig maskara

Ertu stundum í vandræðum með að setja á þig maskara? Byrjaðu á því að bera maskarann á þig með því að blikka tvisvar sinnum fyrir hvert svæði. Taktu síðan maskarabursann og hafðu hann lóðréttann til þess að bera betur á hvert hár fyrir sig. Til þess að fá augnhárin til að virðast lengri seturðu annað lag af maskara með því að hreyfa burstann lítillega til sitthvorrar hliðarinnar á meðan þú dregur hann frá rótum út í enda. Gott er að eiga hreinan augnhárabursta ef maskarinn klessir saman augnhárin og til þess að láta augnhárin líta út fyrir að vera þéttari er gott að lita vatnslínuna með augnhárablýanti.

Sjá einnig: Er maskarinn þinn farinn að þorna?

Gott ráð en ekki nauðsynlegt, er að bretta upp á augnhárin með augnhárabrettara. Það lætur augun virðast opnari og augnhárin virðast lengri.

 

 

SHARE