Photo by Praisaeng

Heimasíðan Betri næring er glæsileg ný síða þar sem hægt er að lesa sannleikann um næringu og heilsu og eru það þau Kristján Már Gunnarsson og Ragna S. Óskarsdóttir sem halda síðunni úti.

Þau birtu á dögunum þessa flottu grein um hvernig kókosolía getur hjálpað þér að léttast og fengum við leyfi til að birta hana hér.

————

Kókósolía er heimsins besta olía til að léttast.

Hún inniheldur einstaka blöndu fitusýra sem hafa öflug áhrif á efnaskiptin í líkamanum.

Nokkrar rannsóknir sýna að ef þú bætir kókosolíu við mataræðið, þá getirðu frekar losað þig við fitu, sérstaklega “hættulegu” kviðfituna.

Leyfðu mér að útskýra þetta betur …

Kókosolía inniheldur mikið af miðlungslöngum fitukeðjum sem hraða efnaskiptum

Kókosolía er mjög frábrugðin flestum öðrum fitum í fæðunni okkar.

Á meðan flest matvæli innihalda aðallega langar fitukeðjur, þá samanstendur kókosolía nánast eingöngu af meðallöngum fitusýrum (1).

Málið með þessar meðallöngu fitusýrur er að þær brotna niður á annan hátt en lengri fitukeðjur.

Þær eru sendar beint til lifrarinnar úr meltingarveginum þar sem þeir eru annað hvort nýttar í orku eða þeim breytt í ketóna.

Þessar fitur eru oft notaðar af flogaveikissjúklingum sem eru á ketónsku mataræði til að auka ketónmagn svo hægt sé að bæta aðeins meiri kolvetnum í fæðið (2).

Það eru einnig til vísbendingar úr dýrarannsóknum um að meðallangar fitukeðjur geymist ekki eins vel í fituvef og önnur fita.

Í einni rannsókn var rottum gefið mikið magn af hitaeiningum úr annaðhvort löngum fitukeðjum eða meðallöngum fitukeðjum. Rotturnar sem voru aldar á meðallöngu fitunum þyngdust 20% minna og bættu á sig 23% minni líkamsfitu (3).

Niðurstaða: Kókosolía inniheldur mikið af miðlungs löngum fitukeðjum sem eru fitusýrur sem brotna niður á annan hátt en flest önnur fita og leiða til jákvæðra áhrifa á efnaskipti.

Hvernig kókosolía getur bætt efnaskipti og valdið því að þú brennir fleiri hitaeiningum í hvíld

kona með opna kókoshnetu

Kaloríur eru ekki allar eins.

Mismunandi matvæli og næringarefni fara í gegnum mismunandi efnaskiptaferla í líkamanum.

Mismunandi gerðir fæðunnar sem við borðum geta haft mikil áhrif á hormón og efnaskiptaheilsu.

Sumir niðurbrotsferlar eru hagkvæmari en aðrir og meiri orku þarf til að melta sum matvæli.

Einn mikilvægur eiginleiki kókosolíunnar er sá að það þarf meiri orku til að brenna henni en sama hitaeiningamagni úr öðrum fitum (4).

Í einni rannsókn kom í ljós að 15-30 grömm (1 til 2 matskeiðar) af meðallöngum fitukeðjum á dag jók orkunotkun um 5% eða samtals um 120 hitaeiningar á dag(5).

Nokkrar aðrar rannsóknir staðfesta þessar niðurstöður. Þegar menn skipta út fitu sem þeir hafa verið að borða fyrir meðallangar fitusýrur þá brenna þeir fleirihitaeiningum (6).

Því er hitaeining úr kókosolíu ekki það sama og hitaeining úr ólífuolíu eða smjöri(þó þessar fitur séu líka mjög hollar).

Niðurstaða: Margar rannsóknir sýna að meðallangar fitusýrur geta bætt efnaskipti. Í einni rannsókn jókst orkunotkun um 120 hitaeiningar á dag.

Kókosolía getur dregið úr matarlyst og valdið því að þú borðar minna án þess að reyna það

“Þyngdartap snýst aðeins um hitaeiningar inn, hitaeiningar út.”

kókosolíuskeiðJafnvel þó ég telji þetta vera gríðarlega einföldun, þá er þetta að mestu leyti rétt.

Ef líkami þinn eyðir meiri orku (hitaeiningum) en hann tekur inn, þá munt þú léttast.

En jafnvel þó það sé satt að við þurfum að vera í hitaeiningamínus til að léttast, þá þýðir það ekki að hitaeiningar séu eitthvað sem við þurfum að telja eða vera meðvituð um.

Menn geta vel verið grannir og heilbrigðir í sínu náttúrulega umhverfi. Offitufaraldurinn hófst ekki fyrr en um 1980 og fyrir þá daga vissu flestir ekki einu sinni hvað hitaeining var.

Allt sem dregur úr matarlystinni getur valdið því að við borðum færri hitaeiningar án þess að hugsa um það. Það virðist sem kókosolía hafi þessi áhrif.

Margar rannsóknir á miðlungs löngum fitusýrum sýna að miðað við sama magn af hitaeiningum úr öðrum fitum, auki þær seddutilfinningu og leiði sjálfkrafa til minni hitaeininganeyslu (7).

Þetta getur tengst því hvernig þessar fitur brotna niður. Það er vel þekkt að ketónar (sem lifrin framleiðir þegar þú borðar kókosolíu) geta haft öflug áhrif til að minnka matarlyst (8910).

Hver sem ástæðan er þá virkar þetta. Í einni rannsókn á 6 heilbrigðum körlum olli mikið magn MCT (miðlungs langra fitusýra) því að þeir borðuðu 256 færri hitaeiningar á dag að jafnaði (11).

Í annarri rannsókn á 14 heilbrigðum körlum, þá borðuðu þeir sem átu MCT í morgunmat verulega færri hitaeiningar í hádeginu (12).

Svo … kókosolía eykur fitubruna (hækkar magn “hitaeininga út”) og dregur einnig úr matarlyst (“hitaeiningar inn”).

Niðurstaða: Margar rannsóknir sýna að þeir sem bæta miðlungs löngum fitusýrum við mataræði sitt hafa minni matarlyst og borða sjálfkrafa færri hitaeiningar.

Kókosolía getur hjálpað þér að tapa fitu, sérstaklega “hættulegu” kviðfitunni

offeitur maður á vikt

Ef kókosolía getur bætt efnaskipti og dregið úr matarlyst, þá ætti hún að hjálpa þér að tapa fitu til lengri tíma litið.

Staðreyndin er sú að nokkrar rannsóknir styðja þetta.

Í einni rannsókn var 40 konum annað hvort gefið 30 grömm (2 matskeiðar) af kókosolíu eða sojaolíu í 28 daga.

Þeim var sagt að borða færri hitaeiningar og ganga á hverjum degi. Þetta voru niðurstöðurnar (13):

    • Báðir hópar léttust (ca 2 pund).

 

    • Aðeins kókosolíuhópurinn var með minna mittismál (kviðfitu) en sojaolíuhópurinn hafði aðeins aukið mittismál sitt (kviðfitu).

 

  • Kókosolíuhópurinn hafði hækkað HDL (góða) kólesterólið á meðan sojaolíuhópurinn hafði minnkað HDL og aukið LDL.

Í þessari rannsókn olli kókosolía ekki meira þyngdartapi en sojaolía, en hún leiddi til minni kviðfitu.

Í annarri rannsókn á offeitum mönnum, ollu 30 grömm af kókosolíu í 4 vikur 2,86 cm minna mittismáli (14).

Það eru líka til fleiri rannsóknir sem sýna að meðallangar fitukeðjur leiða til þyngdartaps, minnka mittismál og bæta ýmsa þætti efnaskipta (1516).

Áhrif kókosolíu virðast vera fremur væg, fyrir utan kviðfitu.

Kviðfita er fita sem leggst í kringum líffæri og veldur bólgum, sykursýki og hjartasjúkdómum.

Öll lækkun á kviðfitu er líkleg til að hafa mjög jákvæð áhrif á efnaskiptaheilsu þína, langlífi og draga verulega úr líkum á langvarandi sjúkdómum.

Þessar niðurstöður eru langt frá því að vera dramatískar, en íhugaðu að það einasem þetta fólk gerir er að bæta kókosolíu við mataræðið.

Með öðrum viðurkenndum aðferðum til að léttast (eins og að skera niður kolvetniog auka prótein) getur allt þetta leitt til mikils árangurs.

Því getur kókosolía stutt við hollt, náttúrulegt þyngdartap, en ekki búast við því að kókosolía ein og sér geri kraftaverk.

Ef þú hefur áhuga á enn fleiri rannsóknum á kókosolíu, þá er hægt að finna gott safn rannsókna hér.

Niðurstaða: Að borða kókosolíu er sérstaklega áhrifaríkt til að draga úr skaðlegu kviðfitunni, sem tengist sterklega ýmsum sjúkdómum.

Hvað um hitaeiningarnar?

epli og vasareiknirÞað er mikilvægt að hafa í huga að kókosolía er fita.

Fita inniheldur 9 hitaeiningar á gramm … og kókosolía er engin undantekning.

Þannig að ef þú ert að borða ákveðið magn hitaeininga og bætir kókosolíu ofan á það, þá eru allar líkur á að þú þyngist.

Hins vegar eru flestir ekki að telja hitaeiningar eða borða fyrirfram ákveðið magn á dag.

Í þessum tilvikum mun viðbætt kókosolía draga úr matarlyst og sennilega valda því að þú borðar minna af öðrum mat í staðinn.

Svo þetta snýst ekki um að bæta fituhitaeiningum við mataræðið, heldur skipta útöðrum fitum fyrir kókosolíu.

Það er mikilvægt að ofgera ekki hlutunum og halda að þú þurfir að bæta tonni af kókosolíu við mataræðið til að uppskera ávinninginn. Rannsóknirnar hér að ofan miðuðu við um 30 grömm á dag sem jafngilda 2 matskeiðum.

Jafnvel þó kókosolía sé góð til matreiðslu og hafi nokkur öflug áhrif á heilsu þá á mataræði þitt fyrst og fremst að samanstanda af hollum, næringarríkum mat úr plöntu- og dýraríkinu.

Þú getur lesið meira um önnur ótrúlega jákvæð áhrif kókosolíu hér.

Þessi grein birtist upphaflega á AuthorityNutrition.com.

P.S. Ekki gleyma að læka okkur á Facebook!

SHARE