Svona lítur Beyonce út „óphotoshoppuð“

Söngkonan Beyonce hefur fengið þær ásakanir á sig oftar en einu sinni um að „photoshoppa“ myndir af sér áður en hún setur þær inn á samfélagsmiðilinn Instagram. Nýjasta dæmið er þegar söngkonan birti mynd af sér á snekkju en þar mátti glögglega sjá að það var búið að eiga við myndina á mill læranna á henni þar ein trappan hafð skekkst í myndvinnslunni.

0917-beyonce-photoshop-stairs-2

 

Hin 33 ára gamla söngkona birti hins vegar nýjar myndir af sér þar ekkert hafði verið átt við myndirnar til að þagga niður í þessum sögusögnum sem voru komnar á loft. Myndirnar sýna Beyoncé í hvítu bikiní en fjölmiðlar deila um það hvort að myndirnir þaggi niður í óléttu orðrómnum eða gefi honum byr undir báða vængi.

Það verður þó að koma í ljós á næstu mánuðum hvort að Beyonce beri barn undir belti eða ekki en þessa dagana er Carter fjölskyldan á ferðlagi um Evrópu. Söngkonan er að sjálfsögðu glæsileg á þeim myndum sem hún birti af sér.

beyoince2.png

beyoince1.png

beyoince.png

SHARE