Svona setur þú hinn fullkomna smokk á liminn

Það er ákveðin kúnst að nota smokka. Án þess að klúðra verkinu. Til að læra listina til fullnustu þarf ákveðin tilfinning fyrir tímasetningu að vera ríkjandi og þolinmæðina má heldur ekki þrjóta.

Ekki setja smokkinn á getnaðarliminn í miðjum samförum!

Smokkinn má til að mynda ekki setja á getnaðarliminn eftir að samfarir hefjast. Allflestir karlmenn hafa örsmátt sáðlát áður en hámarki er náð og það getur til að mynda verið orsök ótímabærrar þungunar. Nú, eða kynsjúkómasmits.

Ásetning smokka er ekkert feimnismál heldur hluti af forleik!

Þess vegna ætti að setja smokkinn á getnaðarliminn meðan á forleik stendur og sá hluti kynlífsins ætti tvímælalaust að vera hluti af leiknum. Prófaðu smokkinn áður en þú setur hann á liminn! Er smokkurinn stökkur viðkomu? Hentu gripnum. Smokkar geta þránað í umbúðum, rétt eins og aðrar neysluvörur. Ekki taka sénsinn á gömlum grip. Í guðs bænum gríptu þá aldrei heldur til þess örþrifaráðs að notast við gamlan smokk. Þessar litlu dúllur eru einnota af ærinni ástæðu.

Aldrei að klikka á sleipiefni …

Vissirðu að best er að dreypa sleipiefni inn í smokkinn áður en þú rúllar honum upp á liminn? Þetta litla trix getur aukið næmnina og unaðinn til muna. Úps! Og ekki gleyma totunni framan á smokknum. Litla totan er á framanverðum smokknum af ærinni ástæðu.

Þá er ekkert annað eftir en að slétta vel úr smokknum á vininum og láta örfáa dropa af sleipiefni á utanverðan smokkinn og þið eruð til í slaginn.

Gleðilegar samfarir!

 

SHARE